08

Jafnréttismál

Samtök atvinnulífsins láta sig varða öll þau mál sem liggja til grundvallar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs og þar eru jafnréttismálin fyrirferðarmikil. Á hverju ári eru veitt Hvatningarverðlaun jafnréttismála sem er ætlað að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti í öndvegi og um leið hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands standa að verðlaununum og er Landsnefnd UN Women á Íslandi sérstakur samstarfsaðili.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og framkvæmdastjóri SA, Halldór Benjamín Þorbergsson á afhendingu Hvatningarverðlauna jafnréttismála.

Að þessu sinni voru verðlaunin veitt 27. nóvember 2019 í  Hátíðarsal Háskóla Íslands. Það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti Herði Arnarsyni, fyrir hönd Landsvirkjunar, Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2019. to „Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jöfnum möguleikum kynjanna til starfsframa, jöfnum launum, jafnvægi í kynjahlutföllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Þórdís Kolbrún afhenti verðlaunin í þetta sinn.

Í rökstuðningi dómnefndar sagði meðal annars:
„Landsvirkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar. Tekið er mið af jafnréttismálum í heildarstefnu fyrirtækisins og ávinningurinn er áþreifanlegur. Grasrót fyrirtækisins hefur verið mjög öflug og var aðgerðaráætlun jafnréttismála mynduð úr umbótatillögum starfsfólks. Umfjöllun um jafnréttismál hefur verið tekin upp með fjölbreyttum hætti og er forstjóri eigandi verkefnisins og formaður jafnréttisnefndar.

Dómnefnd valdi Landsvirkjun sem handhafa verðlaunanna þetta árið. Félagið hafi „lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar,” líkt og segir í rökstuðningi dómnefndar.

Breið nálgun við greiningu á stöðu jafnréttis í fyrirtækinu er í forgrunni. Áður fyrr var lagður fremur þröngur skilningur á jafnréttishugtakið og lítið horft til veigamikilla atriða svo sem menningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur farið framsæknar leiðir í innri markaðssetningu á jafnrétti. Í allri jafnréttisvinnunni hefur verið haft að leiðarljósi að hjálpast að við að skilja jafnrétti og þróa vinnustaðamenninguna saman sem heild. Hjá Landsvirkjun er vilji til að hafa áhrif og miðla jafnréttisvinnu og hugmyndum í samfélaginu. Í þeirra hugum eru jafnréttismál ekki átak, heldur komin til að vera. Þau eru meðvituð um hvar þau standa, hvert þau vilja komast og gera sér grein fyrir mikilvægi jafnréttis í sjálfbærum heimi“.

Að vanda var viðburðurinn vel sóttur, en á myndinni má sjá Söru McMahon, starfsmann Landsnefndar UN Women á Íslandi, fylgjast með. Landsnefndin er sérstakur samstarfsaðili að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála.

Í ávarpi sínu sagði Þórdís Kolbrún meðal annars að jafnvel þótt að íslenskt samfélag sé í fremstu röð meðal þjóða í jafnréttismálum þýði það ekki að við séum best heldur að við séum við skást - enda enn til mikils að vinna. Hún sagði enn fremur mikilvægt að fagna því sem vel er gert. Hvatningarverðlaunin stuðli að réttum skrefum í átt að markmiðinu.

Í ávarpi sínu sagði Þórdís Kolbrún meðal annars að jafnvel þótt að íslenskt samfélag sé í fremstu röð meðal þjóða í jafnréttismálum þýði það ekki að við séum best heldur að við séum við skást - enda enn til mikils að vinna.

Undir þessi orð taka Samtök atvinnulífsins sem munu áfram leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að vinna að frekari árangri á þessu sviði.  Í þessari vegferð felst meðal annars áhersla á að draga enn frekar úr kynbundnum launamun, styðja ferli í tengslum við jafnlaunavottun,  hvetja til jafnréttis á vinnustöðum og ýta undir það að í samfélaginu skapist aðstæður sem vinna ekki gegn þeim markmiðum sem nefnd eru hér. Dæmi um slíkt er takmarkaður opnunartími leikskóla, lokun á umönnunarbili ungra barna og skipulag skólakerfisins, svo eitthvað sé nefnt.