07

Samfélagsábyrgð

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð er stærsta verkefni heims á sviði samfélagsábyrgðar en Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við sáttmálann U.N. Global Compact eins og hann nefnist á ensku. 24 íslensk fyrirtæki eru aðilar að sáttmálanum og í undirbúningi er stofnun staðbundins nets á Íslandi þar sem hugmyndin er að efla enn frekar starf innan vettvangsins.

Atvinnulífið og Sameinuðu þjóðirnar gerðu með sér Sáttmála um samfélagsábyrgð til að hvetja fólk og fyrirtæki til góðra verka með það metnaðarfulla markmið að bæta heiminn að leiðarljósi. Um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að fara eftir í rekstri sínum. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað sáttmálann til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni. Aukin krafa er um að gerð sé grein fyrir hvernig þessum málum er háttað innan fyrirtækjanna og út á við – í sumum tilfellum eru samfélagsstefnan forsenda viðskipta.

Aukin krafa er um að gerð sé grein fyrir hvernig þessum málum er háttað innan fyrirtækjanna og út á við – í sumum tilfellum eru samfélagsstefnan forsenda viðskipta.

Árið 2015 settu 193 þjóðir Sameinuðu þjóðanna – þar á meðal Ísland - sér sameiginleg markmið – 17 heimsmarkmið um betri heim - sem í grunninn fela í sér að fyrir árið 2030 takist heimsbyggðinni í sameiningu að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt. Þetta eru metnaðarfull markmið sem íslensk fyrirtæki sem eru leiðandi á sínu sviði eru farin að vinna að.

Sáttmálinn og heimsmarkmiðin vinna vel saman. Með því að innleiða 10 viðmið sáttmálans í rekstur fyrirtækja er lagður grunnur að ábyrgum rekstri fyrirtækja frá degi til dags, en stefnt er að því að heimsmarkmiðunum sé náð árið 2030. Miklar vonir eru bundnar við að það takist fyrir þann tíma. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld, atvinnulífið og raunar allir þeir sem taka þátt í samfélaginu að vinna saman. Í einfaldaðri mynd má sega að sáttmálinn sé áttavitinn en heimsmarkmiðin áfangastaðurinn.

MARKMIÐ SA Á SVIÐI SAMFÉLAGSÁBYRGÐAR

1
Sameiginlegur
vettvangur
Atvinnurekendur koma saman og vinna að mikilvægum hagsmunamálum.
2
tengingar við fjölda verkefna
Umhverfismál, jafnrétti, stjórnarhættir fyrirtækja o.fl.
3
samfélagsleg ábyrgð í framkvæmd
Leið fyrirtækja að stórum og markvissum skrefum varðandi samfélagsábyrgð.
4
Samkeppnishæfni
Verðmætt tæki þegar kemur að því að þróa samkeppnishæfni.
  • Efla miðlun og upplýsingaflæði
  • Hagnýtar upplýsingar: Verkfæri og vörður
  • Efla samfélagið, fjölga netverjum
  • Samstarf við önnur verkefni, samtök og net
  • Upplýsingamiðlun til almennings
  • Markviss tenging við önnur verkefni

Íslenskir aðilar að U.N. Global Compact

VÍS, HS Orka, Seltjarnarnesbær, Eimskip, Klappir Grænar Lausnir, Arion banki, Mannvit, Isavia Efla, Sólar, Marel, Arctic Green Energy, Réttur, Landsvirkjun, Reykjagarður, Ölgerðin, Síminn, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, Össur, Íslandsbanki, Íslandsstofa, Íslandspóstur, Alta og Landsbankinn.