05

Samkeppnishæfni

Samkeppnishæfnisvið vinnur markvisst að hagsmunagæslu í þágu aðildarfyrirtækja þannig að framleiðni og verðmætasköpun fyrirtækjanna geti aukist. Með ritun umsagna og vöktun nýrra reglna sem varða atvinnulífið gæta samtökin að því að rödd atvinnulífsins fái að hljóma.

Á hverju ári berast Samtökum atvinnulífsins fjöldi mála til umsagnar. Mál berast frá Alþingi, ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum. Þegar nýjar reglur eru settar er varða rekstrarskilyrði fyrirtækja og atvinnulífið í heild stendur samkeppnishæfnisvið vaktina og gætir þess að hugað sé að hagsmunum fyrirtækja. Auk þess taka SA oft upp mál að eigin frumkvæði og vekja athygli stjórnvalda eða almennings á þeim.

Samráðsgátt stjórnvalda hefur auðveldað hagsmunaaðilum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á fyrri stigum máls. Gáttin eykur gagnsæi og eykur möguleika SA á að taka þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku opinberra aðila. SA skoða öll mál sem koma í gáttina og meta hvort þau hafi áhrif á atvinnulífið og skrifa þá eftir atvikum umsögn.

SA skoða öll mál sem koma í gáttina og meta hvort þau hafi áhrif á atvinnulífið og skrifa þá eftir atvikum umsögn.

Kórónaveiran

Ekki þarf að hafa mörg orð um þau gríðarlegu áhrif sem heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur haft á atvinnulífið. Stjórnvöldum hefur verið sendur fjöldi tillagna um hvernig breytingar á löggjöf atvinnulífsins gætu auðveldað viðspyrnu og aðstoðað fyrirtæki við að standa vörð um störf. Þá hefur verið fylgst vel með öllum lagafrumvörpum sem lögð hafa verið fram vegna þessa og athugasemdir gerðar eftir því sem ástæða er til.

Einföldun regluverks

Á samkeppnishæfnisviði er lögð sérstök áhersla á einföldun regluverks sem gildir um atvinnulífið. Íslenskt atvinnulíf býr við eina þyngstu reglubyrði sem þekkist meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Mikilvægt er að atvinnulífið búi við skýrar og góðar leikreglur og að almenningur, hið opinbera og önnur fyrirtæki séu vel varin gagnvart ólögmætri háttsemi í atvinnurekstri. Öflugt eftirlit með atvinnustarfsemi er einnig mikilvægt til að auka trúverðugleika atvinnulífsins, einkum fyrir útflutningsgreinar gagnvart erlendum kaupendum vöru og þjónustu. Lagaumhverfi og eftirlit má hins vegar ekki vera of íþyngjandi. Slíkt eykur kostnað fyrirtækja sem minnkar svigrúm þeirra til launahækkana og veikir samkeppnishæfni þeirra gagnvart fyrirtækjum í öðrum löndum. Veikari samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs leiðir til þess að störf verða færri en ella og starfsöryggi minna. Fyrirtæki skila minni skatttekjum en ella sem gerir það að verkum að hið opinbera verður verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu sinni við almenning. Einföldun laga- og eftirlitsumhverfis atvinnulífsins er því hagsmunamál allra landsmanna og nauðsynlegur þáttur til að bæta kjör og tryggja næga atvinnu.

Einföldun laga- og eftirlitsumhverfis atvinnulífsins er því hagsmunamál allra landsmanna og nauðsynlegur þáttur til að bæta kjör og tryggja næga atvinnu.

Á yfirstandandi þingi var stigið stórt skref til einföldunar regluverks þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lagði fram frumvarp sem fól m.a. í sér að skráningum verslana yrði hætt, ákveðin leyfi yrðu lögð af auk fleiri atriða til einföldunar. Loks var fjöldi úreltra laga og reglugerða á málefnasviði ráðuneytisins felldur úr gildi.

Opinbert eftirlit

Á Íslandi er aragrúi stofnana sem annast opinbert eftirlit með fólki og fyrirtækjum. Eftirlitsmenningin hefur litast svolítið af tortryggni en ætti miklu frekar að einkennast af trausti og gagnkvæmri virðingu fyrirtækja og stofnana. Eftirlitsstofnanir mega ekki ganga út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks og rekstri fyrirtækja. Vandamálin eru margvísleg en stöðlun á framkvæmd eftirlits gæti verið ein lausnin. Draga þarf úr matskenndum þáttum og gæta þess að niðurstöður eftirlitsstofnana séu ekki dregnar af geðþóttaákvörðunum heldur fyrirfram skilgreindum matsþáttum.

Eftirlitsstofnanir mega ekki ganga út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks og rekstri fyrirtækja.

Opinbert eftirlit ætti að taka breytingum eins og annað samfara framþróun á ýmsum sviðum og breyttum viðhorfum. Í því samhengi væri skynsamlegt að greina og ná utan um umfang opinbers eftirlits með kerfisbundnum hætti og endurmeta reglur sem í gildi eru. Meta þarf hvort tilteknar reglur eigi ennþá við og þjóni eðlilegum markmiðum og nái þeim markmiðum. Að auki þarf að vera á varðbergi við innleiðingu nýrra reglna, sérstaklega alþjóðlegra, að þær flæki reglurammann ekki um of þannig að erfitt sé fyrir fyrirtæki að framfylgja þeim. Heildstætt mat ætti að fara fram á fyrirliggjandi umgjörð, þ.e. að gömlum reglum sé skipt út fyrir nýjar í stað þess að regluverkið sé stöðugt þyngt.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að átak verði gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings. SA hafa fylgt og munu fylgja því eftir að við það verði staðið. Yfirstandandi samkeppnismat OECD á tveimur sviðum atvinnulífsins, ferðaþjónustu og byggingariðnaði, er mikilvægur þáttur í að meta hvort regluverk og eftirlit sé of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og skapi óþarfar samkeppnishindranir. SA hafa talað fyrir því að slíkt mat sé framkvæmt á öllum sviðum atvinnulífsins.

Samkeppnislög

Heilbrigð samkeppni hvetur fyrirtæki til dáða og stuðlar að lægra verði og betri þjónustu fyrir neytendur. Of íþyngjandi samkeppnisreglur og samkeppniseftirlit vinna hins vegar gegn eðlilegri hagræðingu sem leiðir til hærra verðs en ella. Íslensku samkeppnislögin byggja á regluverki Evrópusambandsins. Þó hefur verið farin sú leið hér á landi að ganga skrefinu lengra í setningu íþyngjandi reglna en gert er í Evrópu. Það er sérstakt í ljósi smæðar landsins. Íslenskt hagkerfi er lítið í öllum skilningi og hefur lengst af verið einangrað. Breytingar eru þó að verða á íslenskum markaði og þar gætir aukinnar alþjóðlegrar samkeppni, bæði frá fyrirtækjum sem starfa hér eða bjóða vöru og þjónustu í gegnum netið eða í fjarsölu. Nauðsynlegt er að innlendar aðstæður endurspegli breyttan raunveruleika og aðilum sé gert kleift að hagræða og sameinast til að mæta alþjóðlegri samkeppni.

Samkeppnisréttur er sérstakt réttarsvið að því leyti að með honum er reynt að búa til regluverk til að hafa áhrif á hagfræðilegar forsendur og frjálsan markað. Beiting reglnanna er því matskennd og ræðst að töluverðu leyti af ytri aðstæðum. Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í samkeppnismálum liggja oft ekki ljósar fyrir og óvissa getur ríkt um réttindi og skyldur einstakra fyrirtækja. Litlir markaðir bjóða óhjákvæmilega ekki upp á jafnmikla samkeppni og stórir. Þessu verða stjórnvöld í smáríkjum eins og Íslandi að sýna meiri skilning. Strangari reglur í samkeppnismálum hér gera það að verkum að íslenskt atvinnulíf er ekki eins samkeppnishæft og þau sem starfa í samkeppnislöndunum í Evrópu.

Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í samkeppnismálum liggja oft ekki ljósar fyrir og óvissa getur ríkt um réttindi og skyldur einstakra fyrirtækja. Litlir markaðir bjóða óhjákvæmilega ekki upp á jafnmikla samkeppni og stórir. Þessu verða stjórnvöld í smáríkjum eins og Íslandi að sýna meiri skilning.

Hinn 2. mars 2020 lagði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005. Drög að frumvarpinu voru áður birt á samráðsgátt stjórnvalda og skiluðu SA ítarlegri umsögn. Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar tímabærar umbætur á samkeppnislögum. Sumar þeirra auðvelda hagræðingu í atvinnulífinu og einfalda meðferð samkeppnismála. T.d. er lögð til sú breyting að fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði fyrir undanþágum frá bannákvæðum 10. og 12. gr. laganna séu uppfyllt, heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án þess að um brot gegn bannreglum laganna sé að ræða er felld brott, veltumörk tilkynningarskyldra samruna eru hækkuð um 50%, málsmeðferð samrunamála er skýrð, sáttir í samkeppnismálum verði auðveldari auk þess sem aðilar samkeppnismála munu geta valið hvort þeir kæri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála eða skjóti henni til dómstóla.

Áhrif lagasetningar á atvinnulífið

Forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir málþingi 18. febrúar 2020 um mat á áhrifum laga. Fulltrúar af samkeppnishæfnisviði SA tóku þátt í málþinginu en þar var farið yfir fyrirkomulag mats á áhrifum lagasetningar hér á landi í samanburði við önnur lönd með sérfræðingum frá OECD, Noregi og Bretlandi. SA hafa bent á að við lagasetningu skorti verulega á mat á áhrifum hennar á atvinnulífið. Fyrirlesarar frá Noregi og Bretlandi fjölluðu um þarlendar óháðar nefndir sem fara yfir tillögur að nýjum lögum og láta í ljós álit á áhrifum þeirra. Nefndirnar hafa gæðaeftirlit með undirbúningsferli löggjafar og þar eru metin efnahagsleg áhrif og áhrif á viðskiptalífið auk áhrifa á fjármál hins opinbera, samkeppni og jafnrétti.

Ísland er mjög langt á eftir nágrannaríkjum í þessum efnum. Hér eru metin áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs, lagt er gróft mat á áhrif á sveitarfélög og nýlega var farið að leggja kynjamat á lagafrumvörp. Uppi hafa verið hugmyndir um að loftslagsmeta frumvörp en ekki hefur verið skýr vilji af hálfu stjórnvalda til að meta áhrif lagasetningar á atvinnulíf. SA mun áfram leggja áherslu á í umsögnum sínum að efnahagsleg áhrif lagasetningar verði metin.

Skipulags- og byggingarmál

Í byrjun árs 2020 voru Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinuð í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Markmiðið með sameiningunni var að efla stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála hér á landi, skerpa á stjórnsýslu byggingarframkvæmda, hagræða í rekstri hins opinbera og auka samstarf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á sviði húsnæðismála. Með sameiningunni var stefnt að því að stytta boðleiðir, ná heildarsýn yfir málaflokkinn og að stofnunin gæti beitt sér fyrir skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu mannvirkjagerðar. Ekki er komin mikil reynsla á starfsemi hinnar sameinuðu stofnunar en SA telja jákvætt að fækka opinberum stofnunum og auka þannig hagræði og stytta boðleiðir. Eftirlit sameinast og tækifæri skapast til einföldunar regluverks.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal starfrækja rafrænan gagnagrunn sem heldur utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. Jafnframt skal stofnunin reka rafræna byggingagátt sem sveitarfélög skulu nota við útgáfu byggingarleyfa og framkvæmd stjórnsýslu byggingarmála. Það er sannarlega tímabært að slíku rafrænu kerfi sé komið á fót enda mikilvægt fyrir þá sem nýta kerfið að sækja allar upplýsingar á einn stað. SA telja brýnt að auka aðgengi að rafrænni opinberri þjónustu og þetta er skref í rétta átt, þó vissulega megi ganga lengra og skylda sveitarfélög til þess að nýtast við þessar rafrænu gáttir til þess að samræma hlutverk og eftirlit byggingafulltrúa og stjórnsýslu byggingamála.

Vandi húsnæðismarkaðar á Íslandi hefur undanfarið stafað af skorti á framboði og háum byggingakostnaði. Einföldun regluverks og eftirlits, líkt og sameining stofnana, er til þess fallin að auka framboð á húsnæði. Hins vegar er óljóst hvort að framboðsskortur verður viðvarandi áfram enda blikur á lofti í efnahagslífinu og líkur á að eftirspurn dragist saman.

SA telja brýnt að auka aðgengi að rafrænni opinberri þjónustu og þetta er skref í rétta átt, þó vissulega megi ganga lengra og skylda sveitarfélög til þess að nýtast við þessar rafrænu gáttir til þess að samræma hlutverk og eftirlit byggingafulltrúa og stjórnsýslu byggingamála.

Til umhugsunar

Efnahags- og samkeppnishæfnisvið gefur út stutta pistla undir yfirskriftinni Til umhugsunar. Á starfsárinu voru m.a. birtir pistlar um hringrásarhagkerfi, opinbert eftirlit, stjórnarhætti og rafræna stjórnsýslu.

Umsagnir

Beiðandi
Fjöldi umsagna
Allsherjar- og menntamálanefnd
7
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga
Nr.
772
Dags.
5/14/2019
Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga
Nr.
101
Dags.
10/10/2019
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020–2023
Nr.
102
Dags.
10/30/2019
Frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna
Nr.
329
Dags.
12/2/2019
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd (heimildir til rannsókna og framfylgdar)
Nr.
330
Dags.
12/2/2019
Frumvarp til laga um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd
Nr.
331
Dags.
12/2/2019
Frumvarp til laga um vernd uppljóstrara
Nr.
362
Dags.
12/10/2019
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
16
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (úthlutun tollkvóta)
Nr.
S-186/2019
Dags.
8/13/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Áform um breytingar á lögum nr. 41/2015 um ívilnanir til nýfjárfestingar
Nr.
S-184/2019
Dags.
8/16/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um matvæli, lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum um sjávarafurðir og lögum um slátrun og sláturafurðir
Nr.
S-210/2019
Dags.
9/9/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að reglugerð um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna sendinga af kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti
Nr.
S-217/2019
Dags.
9/18/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að reglugerð um vöktun á kampýlóbakter í alifuglum og alifuglakjöti
Nr.
S-218/2019
Dags.
9/18/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi
Nr.
235/2019
Dags.
10/9/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvörpum til laga vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd
Nr.
249/2019
Dags.
10/18/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Reglugerðir um erfðarbreytt matvæli og fóður
Nr.
Dags.
10/23/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Einföldun regluverks og skilvirkari framkvæmd gildandi leyfisreglna
Nr.
Dags.
10/31/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp um breytingu á samkeppnislögum
Nr.
261/2019
Dags.
11/8/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að reglugerð um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Nr.
281/2019
Dags.
11/27/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun
Nr.
287/2019
Dags.
12/4/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 45/1997 um vörumerki með síðari breytingum (EES-reglur, málsmeðferð, o.fl.)
Nr.
27/2020
Dags.
2/21/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi í rekstri stærri óskráðra félaga o.fl.)
Nr.
47/2020
Dags.
3/9/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum
Nr.
79/2020
Dags.
3/26/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um viðskiptaleyndarmál
Nr.
75/2020
Dags.
4/15/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Atvinnuveganefnd
2
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp til laga um Matvælasjóð
Nr.
728
Dags.
4/24/2020
Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða)
Nr.
766
Dags.
4/30/2019
Dómsmálaráðuneytið
5
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Reglugerð um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Nr.
S-140/2019
Dags.
6/20/2019
Hlekkur
engin umsögn
Áform um lagasetningu - breyting á áfengislögum
Nr.
296/2019
Dags.
12/13/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til breytinga á áfengislögum
Nr.
35/2020
Dags.
2/20/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 (atvinnurekstrarbann)
Nr.
51/2020
Dags.
3/8/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka o.fl.
Nr.
58/2020
Dags.
3/9/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Efnahags- og viðskiptanefnd
20
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja
Nr.
30
Dags.
11/15/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, (skil ársreikninga)
Nr.
447
Dags.
2/13/2020
Frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru
Nr.
683
Dags.
3/24/2020
Frumvarp til laga um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins (breyting á ýmsum lögum)
Nr.
765
Dags.
4/17/2019
Frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands
Nr.
790
Dags.
4/17/2019
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur (misnotkun á félagaformi og hæfisskilyrði)
Nr.
796
Dags.
5/2/2019
Frumvarp til laga um breytingu á sérstökum lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með síðari breytingum (skatthlutfall)
Nr.
826
Dags.
5/29/2019
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020
Nr.
2
Dags.
10/9/2019
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með síðari breytingum (skatthlutfall)
Nr.
4
Dags.
10/9/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um um Þjóðarsjóð
Nr.
243
Dags.
11/15/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um tollalög o.fl.
Nr.
245
Dags.
11/15/2019
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl. (samsköttun, CFC-félög o.fl)
Nr.
269
Dags.
11/15/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda
Nr.
314
Dags.
11/25/2019
Frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga
Nr.
370
Dags.
12/3/2019
Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga (úrelt lög)
Nr.
529
Dags.
2/26/2020
Tillaga til þingsályktunar um samkeppnisúttekt á löggjöf og regluverki
Nr.
267
Dags.
3/12/2020
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með síðari breytingum (gjaldstofn og helmingsafsláttur)
Nr.
569
Dags.
3/17/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru
Nr.
726
Dags.
4/29/2020
Frumvarp til laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru
Nr.
725
Dags.
4/29/2020
Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum (almenn endurskoðun og norrænn samstarfssamningur)
Nr.
610
Dags.
5/4/2020
Félagsmálaráðuneytið
3
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Landsbyggðarverkefni-tillögur til að bregðast við vanda á landsbyggðinni
Nr.
S-195/2019
Dags.
8/12/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (lenging á rétti til fæðingarorlofs)
Nr.
270/2019
Dags.
11/12/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum (skráningarskylda, langtímaleiga og hækkun leigufjárhæðar)
Nr.
52/2020
Dags.
3/6/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Fjárlaganefnd
5
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018-2022
Nr.
953
Dags.
6/7/2019
Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020
Nr.
695
Dags.
3/24/2020
Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024
Nr.
750
Dags.
5/12/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019
Nr.
1
Dags.
10/4/2019
Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020
Nr.
724
Dags.
4/27/2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
17
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Áform um frumvarp til laga um breytingu á tollalögum og fleiri lögum
Nr.
S-161/2019
Dags.
7/12/2019
Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja (Ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.)
Nr.
S-163/2019
Dags.
7/15/2019
Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (stofn fjármagnstekjuskatts)
Nr.
S-177/2019
Dags.
7/19/2019
Drög að reglugerð um upplýsingagjöf um farþega og áhöfn
Nr.
S-153/2019
Dags.
8/8/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Varnarlína um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi
Nr.
S-174/2019
Dags.
8/26/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um innheimtu opinberra skatta og gjalda
Nr.
S-196/2019
Dags.
8/28/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Starfshópur um skattalegt umhverfi þriðja geirans
Nr.
S-173/2019
Dags.
8/30/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Áform um lagabreytingar vegna stuðnings stjórnvalda við gerð kjarasamninga
Nr.
S-178/2019
Dags.
9/2/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda - Seinna samráð
Nr.
221/2019
Dags.
9/19/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum og fleiri lögum (fyrirkomulag tollafgreiðslu og tollgæslu)
Nr.
S-216/2019
Dags.
9/19/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (ýmsar breytingar)
Nr.
282/2019
Dags.
11/22/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997
Nr.
291/2019
Dags.
11/29/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997
Nr.
291/2019
Dags.
12/9/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (milliverðlagning)
Nr.
322/2019
Dags.
1/10/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.)
Nr.
319/2019
Dags.
1/15/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Sóknaráætlun Nordic Smart Government
Nr.
69/2020
Dags.
5/1/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Leiðbeiningar vegna keðjuábyrgðar
Nr.
208900
Dags.
6/7/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Forsætisráðuneytið
12
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Loftslagsbreytingar: Þróun lausna og bætt nýting auðlinda
Nr.
S-103/2019
Dags.
5/1/2019
Drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands
Nr.
S-128/2019
Dags.
6/30/2019
Drög að stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd
Nr.
S-129/2019
Dags.
6/30/2019
Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023
Nr.
S-152/2019
Dags.
7/24/2019
Verkefnisáætlun um heildarendurskoðun jafnréttislaga
Nr.
S-155/2019
Dags.
7/26/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands (Varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds)
Nr.
S-168/2019
Dags.
7/31/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum (Réttarstaða þriðja aðila)
Nr.
S-169/2019
Dags.
7/31/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði
Nr.
230/2019
Dags.
10/23/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands
Nr.
284/2019
Dags.
12/2/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna
Nr.
34/2020
Dags.
2/27/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með síðari breytingum (réttarstaða þriðja aðila o.fl.)
Nr.
46/2020
Dags.
3/5/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Uppbygging innviða
Nr.
55/2020
Dags.
4/8/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Heilbrigðisráðuneytið
1
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga nr. 45/2015
Nr.
36/2020
Dags.
2/27/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Innflytjendaráð
1
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2020-2024
Nr.
201911-0016
Dags.
11/20/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
3
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna
Nr.
S-180/2019
Dags.
8/9/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Menntastefna 2030 – drög að tillögu til þingsályktunar
Nr.
60/2020
Dags.
3/13/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Leiðbeinandi matsviðmið í náttúrufræði, samfélagsfræði, skólaíþróttum, list- og verkgreinum og upplýsinga- og tæknimennt fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla - drög
Nr.
67/2020
Dags.
4/1/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
15
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar
Nr.
S-132/2019
Dags.
6/20/2019
Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum nr. 80/2007
Nr.
S-165/2019
Dags.
7/16/2019
Frumvarp til laga um heimild til að fela einkaaðilum fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega
Nr.
S-166/2019
Dags.
7/16/2019
Áform um frumvarp til laga um landhöfuðlénið .is
Nr.
S-156/2019
Dags.
7/20/2019
Áform um lagasetningu - Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar
Nr.
S-192/2019
Dags.
8/9/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa
Nr.
S-193/2019
Dags.
8/9/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um leigubifreiðar - Seinna samráð
Nr.
S-198/2019
Dags.
8/12/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Grænbók, um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi
Nr.
S-197/2019
Dags.
9/2/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi um til breytinga á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar
Nr.
S-212/2019
Dags.
9/16/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um íslensk landshöfuðlén
Nr.
S-214/2019
Dags.
9/16/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024
Nr.
257/2019
Dags.
10/31/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir
Nr.
283/2019
Dags.
11/28/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti
Nr.
304/2019
Dags.
1/9/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun og lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara)
Nr.
73/2020
Dags.
3/20/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Grænbók, stefna um málefni sveitarfélaga
Nr.
S-116/2019
Dags.
6/11/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
2
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands
Nr.
523
Dags.
2/26/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með síðari breytingum (réttarstaða þriðja aðila)
Nr.
644
Dags.
5/5/2020
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
10
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti
Nr.
S-136/2019
Dags.
6/7/2019
Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)
Nr.
S-179/2019
Dags.
8/23/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)
Nr.
243/2019
Dags.
10/25/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur
Nr.
244/2019
Dags.
11/1/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi
Nr.
276/2019
Dags.
11/15/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp - breyting á lögum um loftslagsmál (EES-innleiðing), nr. 70/2012
Nr.
292/2019
Dags.
12/6/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar og orkunýtingaráætlun
Nr.
303/2019
Dags.
1/2/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð
Nr.
317/2019
Dags.
1/15/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (EES-reglur, hringrásarhagkerfi, plastvörur)
Nr.
324/2019
Dags.
1/16/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp - breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs (EES-innleiðing)
Nr.
329/2019
Dags.
1/16/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Umhverfis- og samgöngunefnd
8
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál (styrking á stjórnsýslu og umgjörð)
Nr.
758
Dags.
4/26/2019
Frumvarp til laga um breytingu á efnalögum (breytt hugtakanotkun, einföldun á framkvæmd, EES-reglur um kvikasilfur)
Nr.
759
Dags.
4/26/2019
Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.)
Nr.
775
Dags.
4/26/2019
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023
Nr.
148
Dags.
11/5/2019
Frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur
Nr.
421
Dags.
1/10/2020
Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024
Nr.
435
Dags.
1/10/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar)
Nr.
436
Dags.
1/10/2020
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Frumvarp til laga um íslensk landshöfuðlén
Nr.
612
Dags.
3/24/2020
Umhverfisstofnun
1
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Stefna um meðhöndlun úrgangs
Nr.
Dags.
8/23/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis
Utanríkismálanefnd
1
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn)
Nr.
777
Dags.
5/6/2019
Velferðarnefnd
2
Mál
Nr.
Dags.
Hlekkur
Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Nr.
319
Dags.
12/5/2019
Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (bætt réttarstaða leigjenda við lok leigusamnings)
Nr.
795
Dags.
5/2/2019
Hlekkur
Í samráðsgátt/
Beint til ráðuneytis