Á hverju ári berast Samtökum atvinnulífsins fjöldi mála til umsagnar. Mál berast frá Alþingi, ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum. Þegar nýjar reglur eru settar er varða rekstrarskilyrði fyrirtækja og atvinnulífið í heild stendur samkeppnishæfnisvið vaktina og gætir þess að hugað sé að hagsmunum fyrirtækja. Auk þess taka SA oft upp mál að eigin frumkvæði og vekja athygli stjórnvalda eða almennings á þeim.
Samráðsgátt stjórnvalda hefur auðveldað hagsmunaaðilum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á fyrri stigum máls. Gáttin eykur gagnsæi og eykur möguleika SA á að taka þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku opinberra aðila. SA skoða öll mál sem koma í gáttina og meta hvort þau hafi áhrif á atvinnulífið og skrifa þá eftir atvikum umsögn.
SA skoða öll mál sem koma í gáttina og meta hvort þau hafi áhrif á atvinnulífið og skrifa þá eftir atvikum umsögn.
Kórónaveiran
Ekki þarf að hafa mörg orð um þau gríðarlegu áhrif sem heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur haft á atvinnulífið. Stjórnvöldum hefur verið sendur fjöldi tillagna um hvernig breytingar á löggjöf atvinnulífsins gætu auðveldað viðspyrnu og aðstoðað fyrirtæki við að standa vörð um störf. Þá hefur verið fylgst vel með öllum lagafrumvörpum sem lögð hafa verið fram vegna þessa og athugasemdir gerðar eftir því sem ástæða er til.
Einföldun regluverks
Á samkeppnishæfnisviði er lögð sérstök áhersla á einföldun regluverks sem gildir um atvinnulífið. Íslenskt atvinnulíf býr við eina þyngstu reglubyrði sem þekkist meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Mikilvægt er að atvinnulífið búi við skýrar og góðar leikreglur og að almenningur, hið opinbera og önnur fyrirtæki séu vel varin gagnvart ólögmætri háttsemi í atvinnurekstri. Öflugt eftirlit með atvinnustarfsemi er einnig mikilvægt til að auka trúverðugleika atvinnulífsins, einkum fyrir útflutningsgreinar gagnvart erlendum kaupendum vöru og þjónustu. Lagaumhverfi og eftirlit má hins vegar ekki vera of íþyngjandi. Slíkt eykur kostnað fyrirtækja sem minnkar svigrúm þeirra til launahækkana og veikir samkeppnishæfni þeirra gagnvart fyrirtækjum í öðrum löndum. Veikari samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs leiðir til þess að störf verða færri en ella og starfsöryggi minna. Fyrirtæki skila minni skatttekjum en ella sem gerir það að verkum að hið opinbera verður verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu sinni við almenning. Einföldun laga- og eftirlitsumhverfis atvinnulífsins er því hagsmunamál allra landsmanna og nauðsynlegur þáttur til að bæta kjör og tryggja næga atvinnu.
Einföldun laga- og eftirlitsumhverfis atvinnulífsins er því hagsmunamál allra landsmanna og nauðsynlegur þáttur til að bæta kjör og tryggja næga atvinnu.
Á yfirstandandi þingi var stigið stórt skref til einföldunar regluverks þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lagði fram frumvarp sem fól m.a. í sér að skráningum verslana yrði hætt, ákveðin leyfi yrðu lögð af auk fleiri atriða til einföldunar. Loks var fjöldi úreltra laga og reglugerða á málefnasviði ráðuneytisins felldur úr gildi.
Opinbert eftirlit
Á Íslandi er aragrúi stofnana sem annast opinbert eftirlit með fólki og fyrirtækjum. Eftirlitsmenningin hefur litast svolítið af tortryggni en ætti miklu frekar að einkennast af trausti og gagnkvæmri virðingu fyrirtækja og stofnana. Eftirlitsstofnanir mega ekki ganga út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks og rekstri fyrirtækja. Vandamálin eru margvísleg en stöðlun á framkvæmd eftirlits gæti verið ein lausnin. Draga þarf úr matskenndum þáttum og gæta þess að niðurstöður eftirlitsstofnana séu ekki dregnar af geðþóttaákvörðunum heldur fyrirfram skilgreindum matsþáttum.
Eftirlitsstofnanir mega ekki ganga út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks og rekstri fyrirtækja.
Opinbert eftirlit ætti að taka breytingum eins og annað samfara framþróun á ýmsum sviðum og breyttum viðhorfum. Í því samhengi væri skynsamlegt að greina og ná utan um umfang opinbers eftirlits með kerfisbundnum hætti og endurmeta reglur sem í gildi eru. Meta þarf hvort tilteknar reglur eigi ennþá við og þjóni eðlilegum markmiðum og nái þeim markmiðum. Að auki þarf að vera á varðbergi við innleiðingu nýrra reglna, sérstaklega alþjóðlegra, að þær flæki reglurammann ekki um of þannig að erfitt sé fyrir fyrirtæki að framfylgja þeim. Heildstætt mat ætti að fara fram á fyrirliggjandi umgjörð, þ.e. að gömlum reglum sé skipt út fyrir nýjar í stað þess að regluverkið sé stöðugt þyngt.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að átak verði gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings. SA hafa fylgt og munu fylgja því eftir að við það verði staðið. Yfirstandandi samkeppnismat OECD á tveimur sviðum atvinnulífsins, ferðaþjónustu og byggingariðnaði, er mikilvægur þáttur í að meta hvort regluverk og eftirlit sé of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og skapi óþarfar samkeppnishindranir. SA hafa talað fyrir því að slíkt mat sé framkvæmt á öllum sviðum atvinnulífsins.
Samkeppnislög
Heilbrigð samkeppni hvetur fyrirtæki til dáða og stuðlar að lægra verði og betri þjónustu fyrir neytendur. Of íþyngjandi samkeppnisreglur og samkeppniseftirlit vinna hins vegar gegn eðlilegri hagræðingu sem leiðir til hærra verðs en ella. Íslensku samkeppnislögin byggja á regluverki Evrópusambandsins. Þó hefur verið farin sú leið hér á landi að ganga skrefinu lengra í setningu íþyngjandi reglna en gert er í Evrópu. Það er sérstakt í ljósi smæðar landsins. Íslenskt hagkerfi er lítið í öllum skilningi og hefur lengst af verið einangrað. Breytingar eru þó að verða á íslenskum markaði og þar gætir aukinnar alþjóðlegrar samkeppni, bæði frá fyrirtækjum sem starfa hér eða bjóða vöru og þjónustu í gegnum netið eða í fjarsölu. Nauðsynlegt er að innlendar aðstæður endurspegli breyttan raunveruleika og aðilum sé gert kleift að hagræða og sameinast til að mæta alþjóðlegri samkeppni.
Samkeppnisréttur er sérstakt réttarsvið að því leyti að með honum er reynt að búa til regluverk til að hafa áhrif á hagfræðilegar forsendur og frjálsan markað. Beiting reglnanna er því matskennd og ræðst að töluverðu leyti af ytri aðstæðum. Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í samkeppnismálum liggja oft ekki ljósar fyrir og óvissa getur ríkt um réttindi og skyldur einstakra fyrirtækja. Litlir markaðir bjóða óhjákvæmilega ekki upp á jafnmikla samkeppni og stórir. Þessu verða stjórnvöld í smáríkjum eins og Íslandi að sýna meiri skilning. Strangari reglur í samkeppnismálum hér gera það að verkum að íslenskt atvinnulíf er ekki eins samkeppnishæft og þau sem starfa í samkeppnislöndunum í Evrópu.
Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í samkeppnismálum liggja oft ekki ljósar fyrir og óvissa getur ríkt um réttindi og skyldur einstakra fyrirtækja. Litlir markaðir bjóða óhjákvæmilega ekki upp á jafnmikla samkeppni og stórir. Þessu verða stjórnvöld í smáríkjum eins og Íslandi að sýna meiri skilning.
Hinn 2. mars 2020 lagði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005. Drög að frumvarpinu voru áður birt á samráðsgátt stjórnvalda og skiluðu SA ítarlegri umsögn. Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar tímabærar umbætur á samkeppnislögum. Sumar þeirra auðvelda hagræðingu í atvinnulífinu og einfalda meðferð samkeppnismála. T.d. er lögð til sú breyting að fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði fyrir undanþágum frá bannákvæðum 10. og 12. gr. laganna séu uppfyllt, heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án þess að um brot gegn bannreglum laganna sé að ræða er felld brott, veltumörk tilkynningarskyldra samruna eru hækkuð um 50%, málsmeðferð samrunamála er skýrð, sáttir í samkeppnismálum verði auðveldari auk þess sem aðilar samkeppnismála munu geta valið hvort þeir kæri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála eða skjóti henni til dómstóla.
Áhrif lagasetningar á atvinnulífið
Forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir málþingi 18. febrúar 2020 um mat á áhrifum laga. Fulltrúar af samkeppnishæfnisviði SA tóku þátt í málþinginu en þar var farið yfir fyrirkomulag mats á áhrifum lagasetningar hér á landi í samanburði við önnur lönd með sérfræðingum frá OECD, Noregi og Bretlandi. SA hafa bent á að við lagasetningu skorti verulega á mat á áhrifum hennar á atvinnulífið. Fyrirlesarar frá Noregi og Bretlandi fjölluðu um þarlendar óháðar nefndir sem fara yfir tillögur að nýjum lögum og láta í ljós álit á áhrifum þeirra. Nefndirnar hafa gæðaeftirlit með undirbúningsferli löggjafar og þar eru metin efnahagsleg áhrif og áhrif á viðskiptalífið auk áhrifa á fjármál hins opinbera, samkeppni og jafnrétti.
Ísland er mjög langt á eftir nágrannaríkjum í þessum efnum. Hér eru metin áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs, lagt er gróft mat á áhrif á sveitarfélög og nýlega var farið að leggja kynjamat á lagafrumvörp. Uppi hafa verið hugmyndir um að loftslagsmeta frumvörp en ekki hefur verið skýr vilji af hálfu stjórnvalda til að meta áhrif lagasetningar á atvinnulíf. SA mun áfram leggja áherslu á í umsögnum sínum að efnahagsleg áhrif lagasetningar verði metin.
Skipulags- og byggingarmál
Í byrjun árs 2020 voru Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinuð í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Markmiðið með sameiningunni var að efla stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála hér á landi, skerpa á stjórnsýslu byggingarframkvæmda, hagræða í rekstri hins opinbera og auka samstarf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á sviði húsnæðismála. Með sameiningunni var stefnt að því að stytta boðleiðir, ná heildarsýn yfir málaflokkinn og að stofnunin gæti beitt sér fyrir skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu mannvirkjagerðar. Ekki er komin mikil reynsla á starfsemi hinnar sameinuðu stofnunar en SA telja jákvætt að fækka opinberum stofnunum og auka þannig hagræði og stytta boðleiðir. Eftirlit sameinast og tækifæri skapast til einföldunar regluverks.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal starfrækja rafrænan gagnagrunn sem heldur utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. Jafnframt skal stofnunin reka rafræna byggingagátt sem sveitarfélög skulu nota við útgáfu byggingarleyfa og framkvæmd stjórnsýslu byggingarmála. Það er sannarlega tímabært að slíku rafrænu kerfi sé komið á fót enda mikilvægt fyrir þá sem nýta kerfið að sækja allar upplýsingar á einn stað. SA telja brýnt að auka aðgengi að rafrænni opinberri þjónustu og þetta er skref í rétta átt, þó vissulega megi ganga lengra og skylda sveitarfélög til þess að nýtast við þessar rafrænu gáttir til þess að samræma hlutverk og eftirlit byggingafulltrúa og stjórnsýslu byggingamála.
Vandi húsnæðismarkaðar á Íslandi hefur undanfarið stafað af skorti á framboði og háum byggingakostnaði. Einföldun regluverks og eftirlits, líkt og sameining stofnana, er til þess fallin að auka framboð á húsnæði. Hins vegar er óljóst hvort að framboðsskortur verður viðvarandi áfram enda blikur á lofti í efnahagslífinu og líkur á að eftirspurn dragist saman.
SA telja brýnt að auka aðgengi að rafrænni opinberri þjónustu og þetta er skref í rétta átt, þó vissulega megi ganga lengra og skylda sveitarfélög til þess að nýtast við þessar rafrænu gáttir til þess að samræma hlutverk og eftirlit byggingafulltrúa og stjórnsýslu byggingamála.
Til umhugsunar
Efnahags- og samkeppnishæfnisvið gefur út stutta pistla undir yfirskriftinni Til umhugsunar. Á starfsárinu voru m.a. birtir pistlar um hringrásarhagkerfi, opinbert eftirlit, stjórnarhætti og rafræna stjórnsýslu.
Umsagnir
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis
Beint til ráðuneytis